Kjúklingavefjur

Uppskrift fyrir 4 vefjur:

  • 1 poki kjúklingalundir frá Rose Poultry (700 g)
  • gott kjúklingakrydd (ég notaði salt, pipar, best á allt frá Pottagöldrum og chili explosion)
  • kál
  • klettasalat
  • tómatar, skornir í bita
  • gúrka, skorin í bita
  • ferskt kóríander, saxaður gróft
  • 1 stór ferskur mangó, skorinn í bita
  • cashew hnetur, saxaðar gróft
  • tortilla pönnukökur
  • mangósósa
mangósósa uppskrift:
 
  • 200 g grísk jógúrt
  • 3 msk mango chutney
  • 1 tsk karrí
  • 1 vænn biti ferskt mangó – (líka hægt að nota nokkra bita af frystu mangói)
  • salt og pipar eftir smekk

Öllum hráefnunum í sósuna er blandað vel saman í matvinnsluvél. Smakkað til með salti, pipar og meira karrí ef með þarf.
Kjúklingalundirnar eru skornar í hæfilega stóra bita og kryddaðar eftir smekk. Ég kryddaði þær með salti, pipar, best á allt frá Pottagöldrum og chili explosion). Kjúklingurinn er steiktur á pönnu. Tortillurnar eru hitaðar og á þær eru settar kál og klettasalat, tómatar, gúrkur og mangó ásamt kjúklingnum. Ofan á þetta allt er svo dreift cashew hnetum, kóríander og vel af mangósósu. Vefjunni er svo rúllað upp. Bæði hægt að bera vefjurnar fram kaldar og heitar.

 

Leave a comment