Hakk og spagettí

Spaghetti bolognese

  • ca 500 gr nautahakk (einn bakki)
  • 1 laukur
  • 1 rauð paprika
  • 1 krukka Dolmio pastasósa með extra hvítlauk (fæst m.a. í Bónus og Nettó)
  • 1 dós sýrður rjómi (ef ég á venjulegan rjóma þá nota ég hálfa dós af sýrðum rjóma og rjóma á móti)
  • 1/2 – 1 grænmetisteningur
  • ca 2-3 msk fljótandi hunang
  • smá sinnep (má sleppa)
  • chili explosion krydd frá Santa Maria
  • salt, pipar og paprikukrydd

Steikið hakkið á pönnu og þegar það byrjar að brúnast er lauknum bætt á pönnuna. Steikið áfram þar til laukurinn verður mjúkur og ef ég á papriku þá sker ég hana smátt og bæti á pönnuna í lokin. Kryddið aðeins með Kød og grill kryddi eða Lawrey´s seasoned salt og piprið. Bætið Dolmio pastasósunni á pönnuna ásamt sýrða rjómanum og rjómanum (ef þið eigið hann), 1/2 grænmetisteningi, hunangi, smá sinnepi og vel af chilli explosion kryddinu (ekki vera hrædd við það).  Leyfið að sjóða um stund og smakkið til, bætið jafnvel meiri krafti út í eða meira af chilli explosion kryddinu. Mér þykir líka gott að krydda aðeins með paprikukryddi. Ef sósan er of sterk bæti ég meiri rjóma eða sýrðum rjóma út í.

http://ljufmeti.com/2012/08/08/spaghetti-bolognese/

Leave a comment